Nýr leigutaki veiðiréttar í Meðalfellsvatni
Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps hefur gert samning við LAX ehf. til þriggja ára um leigu alls veiðiréttar í Meðalfellsvatni. Að sögn Gísla Ásgeirssonar stjórnarformanns fyrirtækisins þá er gert ráð fyrir að þeir sem kaupa veiðikort Stangveiðifélagsins fá aðgang að Meðalfellsvatni og mun það auka fjölda veiðimanna verulega Þá verður sportveiðikeppni fjölskyldunnar væntanlega haldin þar, en hún hefur verið haldin við Þingvallavatn. Þeir sem kaupa sér veiðileyfi í Laxá í Kjós fá jafnframt aðgang að vatninu og er gert ráð fyrir að það geti komið sér vel þegar lítil veiðivon er í ánni. Þá er verið að skoða með hvaða hætti félag sumarhúsaeigenda og aðrir veiðimenn geti haft sem greiðastan aðgang að vatninu, en sú athugun er enn á frumstigi.
Frekari fréttir verða birtar á kjos.is þegar málið skýrist.