Fara í efni

Nýr samningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Deila frétt:
Karl Magnús Kristjánssyni oddviti og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri undirrita.
Aftari röð:…
Karl Magnús Kristjánssyni oddviti og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri undirrita.
Aftari röð: Regína Hansen hreppsnefndarfulltrúi, Kjartan Ólafsson rekstrarstjóri Kjósarveitna, Sigríður Klara varaoddviti, Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs, Hallveig Guðmundsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Steingrímur Örn Kristjánsson og Hlynur Höskuldsson aðstoðarvarðstjóri

Kjósarhreppur og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur gert nýjan þjónustusamning til 3ja ára og var hann formlega undirritaður á slökkvistöðinni við Skarhólabraut í Mosfellsbæ, fyrr í vikunni. 

Af því tilefni var forsvarsmönnum Kjósarhrepps boðið í heimsókn til að skoða hina nýju slökkvistöð við Skarhólabraut,  kynnast þeirri öflugu starfsemi sem þar er og ræða saman.

Í hinum nýja þjónustusamning er lögð rík áhersla á eldvarnareftirlit og forvarnir.  Slökkviliðið skuldbindur sig að halda reglulega fræðsludag fyrir íbúa þar sem verður farið yfir helstu forvarnir og kennslu í notkun handslökkvitækja og annars búnaðar sem hægt er að nota á meðan beðið er eftir slökkviliði. 

Kjósarhreppur greiðir mánaðalega fyrir þessa þjónustu sem nýtist íbúum, frístundahúsaeigendum og gestum sveitarfélagsins.

Í Kjósarhreppi hefur verið staðsett kerra með slökkvibúnaði, sem er í yfirhalningu og endurnýjun hjá slökkviliðinu, kerran kemur um leið og því verki lýkur og verður staðsett í Káranesi.

Kjósarhreppur skuldbindur sig til að sjá til þess að minnst 5-10 aðilar, í samningnum nefnt "Kjósarlið", aðstoði slökkviliðið við verkefni á svæðinu. Þessi hópur mun fá sérþjálfun og er kallaður út með SMS-skilaboðum. 
Þessi útkallshópur hefur verið virkur að hluta, verið er að fara yfir nöfn og símanúmer þeirra sem voru á skrá og koma þessu í fastar skorður. 

Kjósarhreppur hvetur alla þá sem hafa brennandi áhuga að vera til taks, að hafa samband á kjos@kjos.is eða í síma: 5667100 og láta vita af sér.