Fara í efni

Nýr sóknarprestur að Reynivöllum

Deila frétt:

 

 Biskup Íslands hefur staðfest niðurstöðu valnefndar Reynivallaprestakalls að ráða

sr. Örnu Grétarsdóttur, í embætti sóknarprests Reynivallasóknar með búsetu að Reynivöllum

 

Sr. Arna Grétarsdóttir, starfar nú sem sóknarprestur íslenska söfnuðarins í Osló í Noregi.

Eiginmaður sr. Örnu er Rúnar Vilhjálmsson, tannlæknir. Þau eiga þau 3 börn og eitt barnabarn.

 

Ekki liggur fyrir hvenær sr. Arna verður sett í embætti, það mun skýrast á næstu dögum.

 

 

Sóknarnefnd Reynivallasóknar fagnar niðurstöðunni og óskar sr. Örnu til hamingju.