Fara í efni

Nýr vegur að Laxvogi

Deila frétt:

Slóðagerð
Lokið er við að leggja veg um Harðbalahverfi að Flóðatanga við Laxvog. Vegurinn er lagður samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar  en deiliskipulag gerði ráð fyrir veginum. Opnast nú leið að sunnanverðum Laxvogi, en hann er áhugaverður til útivistar, fuglaskoðunar og lengst af hefur verið þar nokkur kræklingatekja. Kjósarhreppur á land
Aðkomuvegi lokað
neðan byggðarinnar á Harðbala á  svokallaðri Litlu –og Stóru Tungu .

Við lagningu vegarins kom til minniháttar átaka þar sem lóðareigandi lagði vinnuvél á aðkomuveg og tafði það framkvæmdir nokkuð. Kalla þurfti til lögreglu og í kjölfarið leystust mál greiðlega.

Eru vegfarendur um veginn beðnir um að sýna lóðareigendum fulla tillitsemi.