Fara í efni

Nýtingaráætlun fyrir Veiðifélag Kjósarhrepps

Deila frétt:

Tillaga að nýtingaráætlun fyrir Veiðifélag Kjósarhrepps verður lögð fram á aðalfundi Veiðifélagsins 15. maí n.k.í samræmi við samþykktir félagsins með stoð í lögum um lax-og silungsveiði frá 2006.

Samkvæmt henni má laxveiði vara í 90 daga á tímabilinu frá 5. júní til 20.sept. með 12 stöngum og er beitan er bundin við maðk og flugu. Heimilt er á hverja stöng, að veiða og hirða 1 lax fyrir hverja klukkustund á 6 stunda vakt, eða sex laxa. Takmörk þessi gilda ekki ef laxi er sleppt í ánna aftur.

Sjóbirting má veiða, samkvæmt tillögunni, á flugu með fjórum stöngum í senn í Bugðu og í Laxá frá ósi og að og með Kotahyl. Veiðitímabil sjóbirtings er frá 10. apríl til 10. maí og frá 21. til og með 30. september.

Í Meðalfellsvatni er gerð tillaga um að heimilt verði að veiða alla daga ársins 12 klst. á sólarhring með ótakmörkuðum fjölda stanga.

Verði tillagan samþykkt ber að afla staðfestingar hennar hjá Matvælastofnun.