Fara í efni

Nýtt íbúðarhús rís í landi Grímsstaða

Deila frétt:

Íbúðarhúsið á Traðarholti
Á Traðarholti í landi Grímsstaða er verið að reisa íbúðarhús. Miðvikudaginn 7. nóvember var reist síðasta tré hússins og að því tilefni var íslenski fáninn dreginn að hún, að viðtekni venju.

Það eru þau Einar Hreiðarsson frá Grímsstöðum og eiginkona hans Eva Mjöll Þorfinnsdóttir sem hafa valið sér þetta fallega bæjarstæði í Laxárdal. Gera þau ráð fyrir að flytja í húsið, með börn sín tvö og það þriðja á leiðinni, við fyrsta tækifæri.