Fara í efni

Oddviti sakaður um að brjóta stjórnsýslu-og sveitarstjórnarlög

Deila frétt:

Guðný G.Ívarsdóttir
Guðmundur Davíðsson
Á framhaldsfundi hreppsnefndar þann 10. desember 2007 létu fulltrúar minnihlutans í hreppsnefnd bóka alvarlegar athugasemdir vegna meintra brota á stjórnsýslulögum að hálfu oddvitans og meirihlutans.

Gerð er athugasemd við að haldinn sé íbúafundur í sveitarfélaginu án þess að hreppsnefnd hafi samþykkt að boða slíkan fund á lögmætum fundi, og að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Þá er fullyrt að engar umræður hafi farið fram í hreppsnefnd um slíkan fund.

Ennfremur er fullyrt að oddviti hafi boðað varamann úr röðum meirihlutans á fund í byggingarnefnd án nokkurs samráðs við minnihlutann og það sé mat þeirra að allar ákvarðanir byggingarnefndar séu ólögmætar.

Í lok bókunninnar kemur fram að ef ákvarðanir á vegum sveitarfélagsins séu ekki teknar í samræmi við stjórnsýslu-og sveitarstjórnarlög, þá kann það að valda sveitarfélaginu tjóni eða .a.m.k. miklum vanda ef síðar reynir á gildi ákvarðanna.