Oddviti vændur um ólögmæta ráðstöfun óskilafjár
Fyrir hefur verið tekið bréf Guðnýjar Guðrúnar Ívarsdóttur í Flekkudal til hreppsnefndar Kjósarhrepps varðandi meinta ólögmæta ráðstöfun óskilafjár, oddvita hreppsins.
Í bréfinu kemur m.a. fram, að svo virðist sem oddviti hafi sent til slátrunar sauðfé sem hún telur sig vera eigandi af að líkindum. Tilteknir eru einstaklingar sem töldu sig hafa handsamað umrætt fé sl. vor , sem væri útigengin veturgömul ær með tilteknu merki, og tveimur lömbum nýbornum. Telja þeir einstaklingar að um sama fé sé um ræða.
Þá er vitnað í 13. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs nr. 401/199, þar sem segir; að ómerkingum og óskilafé, sem ekki finnst eigandi að, skuli þegar lógað í sláturhúsi og sér réttarstjóri eða hreppsstjóri um að svo sé gert.
Síðan eru rakin hegningarákvæði 16.greinar fjallskilasamþykktarinnar, en að ekki er vilji undirritaðar að kæra mál þetta a.m.k. að svo stöddu.
Þá kemur fram að oddviti sé hvorki hreppsstjóri né réttarstjóri en svo virtist að hann hafi tekið ákvörðun um að lóga fénu, þrátt fyrir ábendingu um eiganda þess.
Bréfritari telur að auðvelt hefði verið fyrir sig að sanna eignarhald sitt á fénu m.a. með DNA rannsókn.
Að lokum er þess óskað að kannað verði hvort rétt sé að búfé í eigu hennar hafi verið fært til slátrunar og fjármunum fyrir þær ráðstafað í sveitarsjóð.