Öflug unglinga- og námsmannavinna í Kjósinni
01.07.2011
Deila frétt:
Ellefu unglinar eða námsmenn eru í vinnu hjá hreppnum í sumar. Sex á aldrinum 14-16 ára og fimm námsmenn átján ára og eldri. En Kjósarhreppur fékk úthlutað fimm störfum frá Vinnumálastofnun í tvo mánuði fyrir þennan eldri námsmannahóp. Krakkarnir hafa komið víða við sl. mánuð, tekið að sér að mála hús, rífa niður gamlar girðingar, merkja póstkassa, slá, þrífa beð og kurla trjágreinar svo fátt eitt sé nefnt.
Miklir dugnaðarforkar á ferð eins og sjá má á myndunum