Öflug unglingavinna í Kjósinni
10.07.2013
Deila frétt:
Tíu fengu sumarvinnu hjá Kjósarhrepp í sumar. Námsmenn sem styrktir eru af Vinnumálastofnun eru þrír og unglingarnir sjö. Verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt, meðal annars að tína rusl á Hvalfjarðareyri, girðingarvinna, sláttur og hirðing við Félagsgarð og Ásgarð, umritun "Hreiðar heimska" á tölvutækt form og gróðursetning trjáa í land hreppsins á Möðruvöllum 1, en þar er verið að gróðursetja 2000 greniplöntur.
Flottir krakkar.