Fara í efni

Ofurhetjur eða "ljótu hálfvitarnir"

Deila frétt:

Fimmtudagskvöldið 27.desember komu tveir þýskir jólasveinar hjólandi frá Leifsstöð upp í Kjós. Ferðalag þeirra vakti forvitni heimildarmanns kjos.is, sem gaf sig á tal við þá í nýstandi frostinu. Spurði hann ferðalanganna hefðbundinna spurninga, hvaðan eruð þið, hvaðan komið þið og hvert eru þið að fara? Kváðust þeir vera þýskir,koma frá Leifsstöð og væru á leið til Reykjavíkur. Heimildarmaður upplýstu þá, að ef þeir væru á leið til Reykjavíkur væru þeir klárlega á rangri leið. Þeir sögðu þá að um misskilning væri um að ræða því þeir ætluðu að hjóla umhverfis landið og koma síðan til Reykjavíkur. Sögðust þeir ætla 25 daga í ferðina. Og hvar ætlið þið að gista í nótt?

Þeir sögðust vera með tjöld og í þeim ætluðu þeir að gista og töldu ferð þessa vera hið minnsta mál. Heimildarmaður sagðist hafa hugsað,”þetta eru nú ljótu hálfvitarnir”

Að morgni þann 28. sást til tjalda jólasveinanna við Skorá.

Ekki þarf að koma á óvart að einhverjir verði hissa þegar þeir verða þessara sveina vart, sérstaklega þegar komið verðu framyfir þrettándann og líklegt er að kjos.is verði ekki eini fjölmiðillinn sem fjallar um ferðir þeirra.