Fara í efni

Óhapp við náttúruvætti

Deila frétt:

Mikið lán var að ekki fór verr þegar útivistafólk velti bifreið sinni á gamlaveginum utan við Skeiðhól í dag. Margir fara inn á gamla þjóðveginn í Hvalfirði þar sem hann liggur ofan við Skeiðhól þar sem náttúruvættið Steðji, oft kallaður Staupasteinn, stendur. Ferðafólkið hafði verið þar á ferð og ekið til vesturs en gáði ekki að sé og lenti ofaní rás á slóðanum, með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Litlu mátti muna að bíll þeirra steyptist niður bratta skriðuna, sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar.