Opið að Sogni á Kátt í Kjós
12.07.2016
Deila frétt:
Að Sogni verður opið frá kl 12:00-17:00. Bændur og búalið á Sogni, Sveina, Snorri og börn, opnuðu glæsilega rekstraraðstöðu á árinu þar sem seldar eru kjötvörur o.fl., beint frá bónda.
Á Sogni má fá ferskt nautakjöt og aðrar nautakjötsafurðir eins og hamborgara, beef jerky, carapccio og reykt kjöt. Á boðstólnum verða einnig sultur, kæfur og aðrar vörur sem framleiddar eru af heimafólkinu. Glóðheitir hamborgarar verða til sölu beint af grillinu.