Fara í efni

Opin handverkshús á Kátt í Kjós

Deila frétt:

 

Gallery NaNa Flekkudalsvegi 18,  verður með opið frá kl 12:00-17:00. Þar eru til sýnis og sölu glæsilegar handgerðar leðurtöskur  skreyttar með fiskiroði og skinni ásamt fylgihlutum.  www.nana.is

 

 

 

 

SG textíl. Sigga á Bakka opnar vinnustofu sína í tilefni dagsins að Flekkudalsvegi 19a. Til sölu eru handunnar vörur úr meðal annars ull og silki. Einnig framleiðir Sigga skartgripi úr roði.  www.sgtextil.is

 

 

 

 

 

 

 

Keramik, Eyrum 9, Eilífsdal. Sjöfn Ólafsdóttir hefur hannað ævintýraheim úr keramiki. Hún er með vinnustofu sína í sumarhúshverfinu, Eilífsdal.

 

 

 

 

 

Pía Rakel, Meðalfellsvegi 29, er með til sýnis og sölu glerlist, ljósmyndagrafík og handverk.

Opnunartími aðra daga eftir samkomulagi.

Sími: 897 0512   - www.arcticglass.dk