Opin kirkja, Menningardagur í Kjalarnessprófastsdæmi
Opin kirkja er heiti menningardags í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis sem haldinn verður sunnudaginn 19. október 2008. Fjölbreytt dagskrá verður í flestum kirkjum prófastsdæmisins. Kynningarbækling með dagskrá hverrar kirkju er hér að finna. Meira
Sunnudaginn 19. október 2008 er „Opin kirkja í Kjalarnessprófastsdæmi“.
Þá verður boðið upp á trúar- og menningartengda dagskrá í
flestum kirkjum prófastsdæmisins og er heimafólk, sem og gestir og
gangandi, boðið sérstaklega velkomið til að kynnast hinu fjölbreytilega
kirkjustarfi í prófastsdæminu. Dagskráin á hverjum stað tekur um 40
mínútur svo fólk getur farið á milli kirkna á sínu svæði og notið
dagskrárinnar í fleiri en einni kirkju.
Allar upplýsingar um kirkjur og safnaðarstarf í Kjalarnessprófastsdæmi
er að finna á heimasíðunni www.kjalarpr.is.