Fara í efni

Opinn dagur í Kjós fær góðar viðtökur

Deila frétt:

Góð þátttaka verður á  opna deginum í Kjós 21. júlí. Í það minnsta verða 10-12 staðir opnir og fá sérstakt pláss á bæklingnum sem Kaupþing kostar. Líkur eru á að ótilgreindir aðilar kosti veglegar auglýsingar í fjölmiðlum.  Bændasamtökin koma væntanlega að verkefninu og jafnvel fleiri samtök. Góð þátttaka er í Félagsgarði þar sem verður markaður og kynning. Það er því ljóst að við megum eiga von á verulegum fjölda gesta, þar sem hugmyndin hefur fengið góðar viðtökur.

Þeir sem ekki vilja missa af þessu einstaka tækifæri til að kynna vörur sínar og veita gestum okkar innsýn á lífið í Kjósinni mega hafa samband við Sigurbjörn, s. 896-6984.  Undir hlekknum “Opin dagur í Kjós” hér til vinstri á síðunni verður birt hverjir taka þátt.