Opinn dagur, kátt í Kjós- Hvammsvík
09.07.2007
Deila frétt:
Vinsæla útivistasvæði í Hvammsvík bíður frítt í golf á Opnum degi í Kjós, teymt verður undir börnum og veiðileyfi verða á tilboðsverði og ýmis annar glaðningur verður í boði.
Á útivistarsvæðinu í Hvammsvík er nú rekin blómleg ferðaþjónusta og þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Þar er m.a. í boði silungsveiði, golfvöllur, kajakferðir, hestar, grillveislur og margt fleira.
Auk þess að bjóða upp á stuttar kajakferðir um Hvalfjörðinn, bjóðum við upp á kajakferðir víða um land sem og kajaknámskeið. Þá er einnig rekinn í Hvammsvík innflutningur á kajökum og tengdum búnaði. Þær vörur, sem í boði eru, fást allar á staðnum og hægt er að prufa báta.