Fara í efni

Opinn dagur, kátt í Kjós- Kiðafell

Deila frétt:

Fjósloftið á Kiðafelli verður opið 21. júlí.  Þar hefur verið komið fyrir fjölbreyttu safni gamalla muna í viðeigandi umhverfi. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar, stríðsminjar, sjávar- og landbúnaðarminjar, ásamt fjölmörgu öðru sem haldið hefur verið til haga frá fyrri tímum.  Allir ættu að koma auga á eitthvað áhugavert í safninu og þar eru margir hlutir sem geta komið gestum skemmtilega á óvart.