Opinn dagur, kátt í Kjós- Sogn
12.07.2007
Deila frétt:
Í Sogni ná augum líta gríðarleg naut en þar er framleitt nautakjöt af Galloway- og Angusstofni. Þar er jafnframt stunduð skóg- og matjurtarækt. Gestum gefst kostur á að skoða nautaeldið og gróðursælt umhverfi bæjarins.
Hægt er að fá keypt kröftug tré í Sogni og úrbeinað nautakjöt sem selt er í fjórðapörtum úrbeinað, merkt og pakkað í loftþéttar umbúðir. Framleiðsluvörur úr grænmetisræktinni í Sogni fást á markaðnum í Félagsgarði verði það fullþroskað.