Fara í efni

Opinn fundur í Ásgarði - Kátt í Kjós 2019

Deila frétt:
Kátt í Kjós
Kátt í Kjós

Mánudaginn 1. júlí 2019 verður opinn fundur í Ásgarði kl. 20:00-21:00.

Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin laugardaginn 20. júlí nk. í þrettánda sinn. Fjölmargir áhugaverðir staðir hafa boðið gesti hátíðarinnar velkomna síðustu ár og er þeim sem vilja taka þátt í ár boðið á fund mánudaginn 1. júlí kl. 20:00 í Ásgarði.
Þar verður farið yfir fyrirkomulag hátíðarinnar í ár og markmið,  sem er m.a. að vekja athygli á og efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu. 
Allar nýjar hugmyndir að dagskrá velkomnar.
Heitt á könnunni - hlökkum til að sjá sem flesta.
Allir velkomnir !! 

Viðburða- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps

Myndir frá Kátt í Kjós 2018

Póstkassa verðlaunahafar Flottasti póstkassinnFlottasta rúllan og Halla dómari  Jana Lind vinningshafi í rúlluskreytinguKaffihlaðborð kvenfélagsinsSýning í Álfagarði hjá RagnhildiHestar og börn