Opinn fundur um Kátt í Kjós og aðra viðburði í sveitinni

Miðvikudaginn 11. maí 2016 ,
kl. 20:30-21:30 verður fundur í Ásgarði.
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í tíunda sinn laugardaginn 16. júlí nk.
Það er því tilvalið að staldra við og ræða markmið hátíðarinnar, sem var m.a. að efla umræðu um sveitamenningu í samfélaginu og fjölmiðlum.
Undanfarin ár hefur ekkert lögbýli treyst sér til að hafa opið fyrir gesti hátíðarinnar og erfiðlega hefur gengið að útbúa húsdýragarð svo dæmi séu tekin.
Eigum við að halda sveitahátíð í óbreyttri mynd eða stokka upp og gera eitthvað nýtt ?
Og hvað með 17. júní?
Er áhugi fyrir því að gera meira úr þeim degi hér í sveitinni ?
Hlökkum til að sjá sem flesta - Allir velkomnir !
Með Kjósarkveðjum,
Markaðs- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps
P.S.
Kvennareiðin í Kjósinni verður á Jónsmessunni, 24. júní nk.
Konur- takið daginn frá, nánar auglýst síðar