Opinn landbúnaður kemur að Kátt í Kjós
09.07.2008
Deila frétt:
Bændasamtökin reka verkefnið "Opinn landbúnaður" í tengslum við á fjórða tug bænda um allt land. Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Eitt af markmiðum Opins landbúnaðar er að byggja upp tengslanet bænda sem taka á móti gestum á sín býli eða sinna á einhvern hátt kynningarstörfum fyrir bændur. Með því að opna bændabýli landsins fyrir almenningi er stuðlað að auknum skilningi á málefnum landbúnaðarins.