Fara í efni

Opnir vetrarleikar hjá Adam í Kjós

Deila frétt:

Adamsfélagar  halda opna vetrarleika laugardaginn 5 apríl n.k. kl. 14. Keppt verður í: barnaflokk, unglingaflokk, kvennaflokk og karlaflokk. Þar sem keppnin fer fram á flugbraut, já flugbraut, ekkert aprílgabb hér á ferðinni, þá verður að sjálfsögðu keppt í fljúgandi skeiði.

Flug jafnt sem niðurhæging á ekki að vera  vandamál þ.s. flugbrautin er endalaus. Flugbraut þessi er í landi Neðra Háls, en bóndi þar á bæ á, rekur og framleiðir hinar náttúrulegu mjókurafurðir undir vörumerkinu: Bio Bú. Brautin er alveg þrælmögnuð og staðsetningin einstök. Verðlaunin eru gefin af fyrirtækinu; Nýbygg ehf.

Til að finna brautina er ekið yfir Laxá í Kjós og um 2 km betur, þar á vinstri hönd blasir brautin við.
Skráning frá kl. 13 á staðnum eða með tölvupósti á bjossi@icelandic-horses.is Takið flugið í Kjósina á laugardaginn.
Stjórn Adams