Fara í efni

Opnu vetrarleikarnir í Hálsnesi

Deila frétt:

Hestamannafélagið Adam í Kjós hélt opna vetrarleika laugadaginn 5. apríl. Leikarnir fóru fram í Hálsnesi norðan Laxvogs á flugbraut sem þar er. Reyndist brautin hin besta keppnisbraut í hlýjum norðan andvaranum. Í kvennaflokki reyndist Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hlutskörpust, Hörður Jónsson í karlaflokki og Snædís Ólafsdóttir í barnaflokki. Það var smíðafyrirtæki Hauks Þorvaldssonar og Björns Steindórssonar, Nýbyggð ehf. sem gaf verlaunagripi.

Aukinn kraftur hefur færst í starf félagsins eftir að félagið fékk inngöngu í Landsamband hestamanna. Ákveðið er að úrtaka fyrir landsmót fari fram að Mið-Fossum 31. maí n.k.

Adam verður í hópi 5 félaga sem halda sameiginlegt mót og á félagið rétt á að senda einn keppenda á landsmót í hvern flokki.