OPNUN FOSSÁRSKÓGAR 27. ágúst 2011
Á laugardaginn sl. 27. ágúst sl. var stór stund á Fossá í Hvalfirði þegar skógurinn þar var gerður að Opnum skógi. Hann var formlega opnaður af ráðherra innanríkismála Ögmundi Jónassyni. Hátíðin var síðan haldin í Vigdísarlundi. Markmið opinna skóga er að auka aðgengi og kynningu á skóglendum með markvissum hætti. Öflug uppbygging hefur verið á áningastöðum og útivistaraðstöðu á Fossá. Þar eru víða borð og bekkir og útigrill eru
væntanleg.
Nú þegar hafa ellefu svæði á Íslandi verið opnuð undir hatti Opinna skóga og er Fossá það tólfta.
Skógræktarfélag Kópavogs, Mosfellsbæjar, Kjararnes og Kjósarhrepps keyptu jörðina Fossá í Kjós af Björgvini Guðbrandssyni árið 1972 og hófu þar strax umfangsmikla skógrækt. Nú er talið að búið sé að planta
þar um 900.000 plöntum.
Fossá í Kjós í Hvalfirði er stór jörð eða alls um 1100 ha. með á, læki og fjöru og býður uppá mikla útivistarmöguleika. Þar er núna mikill og fjölbreyttur gróður. Skógurinn er með merktum gönguleiðum og þegar líða tekur á sumar er hægt að tína þar ber og sveppi.
Í desembermánuði ár hvert eru seld þar
jólatré Þá getur fólk farið í skóginn, valið sitt eigið jólatré, fellt það og tekið með sér heim.