Opnun sýningarinnar Leiklist í Kjós og kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum
Laugardaginn 19. apríl kl 15-17 verður opnuð í Ásgarði sýningin Leiklist í Kjós. Þar er fjallað um Loft Guðmundsson rithöfund og nafna hans sem var ljósmyndari en báðir voru fæddir í Kjós og komu að leiklist og kvikmyndagerð. Leikstarf Leikklúbbs Kjósverja sem var starfræktur á árunum 1978-1984 er þó þungamiðja sýningarinnar. Sigþrúður Jóhannesdóttir var formaður klúbbsins sem starfaði af krafti í nokkur ár og frumsýndi nokkur leikrit í Félagsgarði og fór í leikferðir. Í tilefni af opnuninni verður sýnd kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum sem Óskar Gíslason gerði eftir kvikmyndasögu Lofts Guðmundssonar rithöfundar og Þorleifs Þorleifssonar. Kjósarhreppur styrkir gerð sýningarinnar en Sögumiðlun sá um gerð hennar. Sýningin er unnin í samstarfi við Sigþrúði Jóhannesdóttur, Kjósarhrepp, Kjósarstofu, Leikminjasafn Íslands og Kvikmyndasafn Íslands.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!