Fara í efni

Opnun tilboða vegna jarðhitaborana í Kjós

Deila frétt:

Í dag 5. apríl voru opnuð tilboð í borun heitavatnsholu  í landi Möðruvalla, fyrir Kjósarhrepp. Tvö tilboð bárust í verkið sem áætlað er að verði  lokið fyrir Jónsmessu 2011. Jarðboranir buðu kr. 19.983.928.-  og Ræktunarsamband  Flóa- og Skeiða ehf  kr. 18.659.000.- Í þessum tilboðum er gert ráð fyrir 800 m djúpri vinnsluholu.

Farið verður yfir tilboðin áður en gengið verður til samninga við annað hvort fyrirtækið.