Orkuráð styrkir Kjósarhrepp um 1.8 m.kr.
07.06.2008
Deila frétt:
Orkuráð hefur úthlutað Kjósarhreppi 1.8 m.kr. til jarðhitaleitar á grundvelli umsóknar þess efnis. Unnið hefur verið að rannsóknum varðandi jarðhita í hreppnum um eins árs skeið. Kristján Sæmundsson hjá ISOR hefur stjórnað verkefninu og leggur hann til að boraðar verði rannsóknarholur á svæðinu frá Kaffi-Kjós að Möðruvöllum. Verkið hefur þegar verið boðið út og verður gengið frá samningi á næstu dögum. Í fyrsta áfanga á að bora 4 rannsóknarholur. Hver hola mun væntanlega kosta 6-800 þ.kr. Verði niðurstaða ekki jákvæð er áætlað að bora 2-3 holur til viðbótar á öðrum stöðum og er þar með talið að leitað hafi verið af sér allur grunur um að nýtanlegt heitt vatn finnist í hreppnum, þar sem það er ekki fyrir.