Fara í efni

Ótrúleg laxveiði í Meðalfellsvatni

Deila frétt:

Ánægðir veiðinenn
Óvenju góð laxveiði hefur verið í Meðalfellsvatni síðustu daga. Dæmi eru um að veiðst hafa fjórir laxar á eina stöng í vatninu á einum degi. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðimálastofnun er skýringu þess að leita í háu hitastigi ánna Laxár og Bugðu. Fiskurinn leitar á kaldari svæði einsog Meðalfellsvatn og liggur gjarnan þar sem kaldur straumur fersks vatns er í vatnið. Ekki eru áður þekkt dæmi um viðlíka laxveiði í vatninu.