Ótrúlega safnið á Kiðafelli opið á Kátt í Kjós
Fjósloftið á Kiðafelli verður opið á Kátt í Kjós. Þar hefur verið komið fyrir fjölbreyttu safni gamalla muna í viðeigandi umhverfi. Þar má m.a. skoða gamlar búvélar, stríðsminjar, sjávar- og landbúnaðarminjar, ásamt fjölmörgu öðru sem haldið hefur verið til haga frá fyrri tímum. Allir ættu að koma auga á eitthvað áhugavert í safninu og þar eru margir hlutir sem koma gestum skemmtilega á óvart, frá ýmsum tímabilum, svo sem einn elsti ísskápur landsins, áfengisbók fyrir karla frá skömmtunarárunum og hvalskurðarhnífur Halldórs Blöndals. Safninu hefur áskotnaðst ónotað hermannatjald frá 1942 sem verður stillt up ásamt öðrum herminjum. Þá er til sýnis lestarvagn frá Hvítanesi ásamt leifum úr kafbátagirðingunni sem var þvert yfir Hvalfjörð á stríðsárunum
Þorkell Hjaltason, sem hefur gert upp margar búvélar á safninu og safnað munum, mun sýna safnið.
Opið frá kl. 13-17, s: 8615940, 896 6984, kidafell@emax.is