Páskadagskrá í Hvalfirði um páskana
Miðvikudagur 4. apríl
Bjarteyjarsandur
Baðstofublús á Bjarteyjarsandi. Notaleg og blúsuð kvöldstund í Hlöðunni á Bjarteyjarsandi. Söngfuglar Hvalfjarðarsveitar og nágrennis stíga á stokk. Húsið opnar kl. 20 og dagskrá hefst kl. 20:30. Gestum er annars frjálst að koma og fara að vild. Enginn aðgangseyrir.
Fimmtudagur 5. apríl skírdagur
Félagsgarður Kjós
Liljur vallarins, kvikmynd Þorsteins Jónssonar sem tekin var í Kjósinni, verður sýnd í Félagsgarði á skírdagskvöld kl. 21. Myndin fjallar um stórar spurningar – um Guð, tilgang lífsins og hvernig menn eiga að haga lífi sínu. Leikstjórinn svarar fyrirspurnum á eftir sýningunni.
Föstudagurinn langi 6. apríl
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Pílagrímaganga á föstudaginn langa: Lagt verður af stað frá Leirárkirkju kl. 10.00 og gengið að Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem Sigurður Skúlason les Passíusálmana. Hefst lesturinn kl. 13:30 og stendur til kl. 18:30.
Laugardagur 7. apríl
Gallerý Nana Ásbyrgi v/Meðalfellsvatn
Kynningaropnun á laugardaginn fyrir páska. Opið kl. 13-17.
Reynivallakirkja
Á laugardag kl. 16 verða haldnir tónleikar í kirkjunni á Reynivöllum í Kjós, til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar innanlands. Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari. Flutt verða verk eftir Bach, Gounod, Saint-Saëns og Mendelssohn.
Þessir tónleikar verða helgaðir minningu Hafsteins Guðmundssonar bókaútgefanda, sem fæddist 7. apríl 1912.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 2000. Enginn aðgangseyrir fyrir börn undir 16 ára aldri.
Bjarteyjarsandur
Fjölskyldudagur á Bjarteyjarsandi. Kræklingafjara kl. 12. Heimsókn í fjárhús þar sem eru m.a. páskaungar og kanínur. Kaffikræsingar í Hlöðunni. Gallerí Álfhóll. Opið kl. 12.00-16.00. Nánar á www.bjarteyjarsandur.is
Páskadagur og annar í páskum
Reynivallakirkja
Á páskadag kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta.Annar í páskum kl 14: Ferming. Fermd verða Aron Fannar Sindrason og Eydís Ósk Haraldsdóttir.
Þjónusta í Hvalfirði um páskana
Hlaðir
Opið í sundlauginni að Hlöðum alla páskana (páskadagur undanskilinn) kl. 13-19. Nánar á: www.hladir.is
Þórisstaðir
Á Þórisstöðum verður stangveiði í þremur stöðuvötnum.
Veiði leyfð kl. 07:00-23:30. Nánar á www.thorisstadir.is
Hótel Glymur
Opið alla páskana í Kaffi Glym. Nánar á www.hotelglymur.is
Laxárbakki
Opið alla páskana. Nánar á www.laxarbakki.is
Kaffi Kjós
Opið alla páskana kl. 12-20. Nánar á www.kaffikjos.is
Matarbúrið
Opið laugardag kl. 14-18. Nánar á www.hals.is
Eyrarkot
Gisting í gamla bænum. Nánar á www.eyrarkot.is
Velkomin í Hvalfjörð um páskana!
Skoða má skjalið á PDFformi HÉR