Fara í efni

Páskahelgihald í Reynivallaprestakalli

Deila frétt:

Skírdagskvöld í Brautarholtskirkju. Hin síðasta kvöldmáltíð og Getsemanestund kl.20. Látlaus íhugunarstund með altarisgöngu. Altarið er afskrýtt, rósir lagðar að altarinu er tákna fimm svöðusár Krists um leið og Davíðssálmur nr. 22 er lesinn.

Föstudagurinn langi í Reynivallakirkju.

Kl. 9. Krossganga frá Fossá yfir Reynivallaháls að Reynivallakirkju.

Kl. 11.30. Píslarsagan lesin og fimm rauðar rósir er tákna svöðusár Krists lagðar á altarið.

Páskadagur í Brautarholtskirkju og Reynivallakirkju.Fjölskylduguðsþjónusta kl.11 í Brautarholtskirkju. Gleði- og hátíðarstund fyrir allan aldur. Páskaeggjaleit fyrir börnin, páskahlátur og páskaliljur í öndvegi. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur verður með gítarinn og þjónar ásamt félögum úr kirkjukórnum og sóknarnefnd.

Hátíðarguðsþjónusta kl.14 í Reynivallakirkju. Páskaeggjaleit og páskaliljur. Organisti Sveinn Arnar Sæmundsson. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar fyrir altari og predikar.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju í dymbilviku og á páskadag!

Sóknarnefndir og sóknarprestur.