Fara í efni

Pyttla frá Flekkudal í heiðursverðlaun

Deila frétt:

Ráðstefnan Hrossarækt 2012 var haldin í  Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 17. nóvember sl. Á ráðstefnunni  fékk Pyttla frá Flekkudal í Kjós heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið. Hún er með 119 stig í aðaleinkunn kynbótamats. Hún er undan Adami frá Meðalfelli og Drottningu frá Stóra-Hofi.

 Dæmd afkvæmi Pyttla eru: Æsa frá Flekkudal (ae. 8,54), Frægur frá Flekkudal (ae. 8,04), Glymur frá Flekkudal (ae. 8,52), Þyrnirós frá Þjóðólfshaga 1 (ae. 8,33), Sólbjartur frá Flekkudal (ae. 8,29) og Tálbeita frá Flekkudal (ae. 7,80). Einnig á hún afkvæmin: Kotru, Keðju og Höllu frá Flekkudal og Dimmalimm, Mjallhvíti og Skugga-Svein frá Þjóðólfshaga.

 Kristján Mikkaelsson heitinn ræktaði Pyttlu en núverandi eigendur hennar eru Guðný Ívarsdóttir og Sigurður Sigurðarson.