Raflínur felldar í jörðu
22.06.2008
Deila frétt:
![]() |
| Þórarinn og Ásgeir |
Nú eru unnið að því hörðum höndum að fella raflínur í jörðu. Þegar er niðurlagning jarðstrengs lokið frá Eilífsdal að Kiðafelli. Eftir verslunarmannahelgi verður hafist handa frá Kiðafelli að Saurbæ á Kjalarnesi. Þá verður haldið áfram að Þúfu og allt að Hjalla. Reiknað er með að þessu verki ljúki í september. Mikil vinna er við tengingar við notendur, en vonast er til að hægt verði að taka niður loftlínur í haust.
Það er Þórarinn Þórarinsson í Hlíðafæti sem plægir niður strenginn með aðstoð og umsjón starfsmanna Rarik þeirra Ásgeirs
Sæmundssonar og Einars Hermannssonar kúsks.
