Rannsókn að hefjast í hauskúpumáli
Frétt Ríkisútvarpsins
Höfuðkúpan var húsmunur í hjólhýsi sem splundraðist í óveðri um síðustu áramót og fannst kúpan við leiksvæði við Meðalfellsvatn í fyrrakvöld. Um er að ræða haukúpuskelina, efsta hluta kúpunnar. Konan sem á hjólhýsið hefur upplýst að hún hafi talið sig vera með dýrskúpu. Hana hrylli við tilhugsun um mannabein í húsakynnum sínum. Almenn hegningarlög banna ósæmilega meðferð á líki og varðar það sektum eða fangelsi í allt að 6 mánuði. Í lögunum segir þó ekki hverkonar meðferð á líki teljist ósæmileg né heldur hve stóran hluta úr líki þurfi meðhöndla á ósæmilegan hátt til að það teljist saknæmt. Í lögum um Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu segir að skylt sé að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri bálstofu. |


Lögreglan mun hefja rannsókn á hauskúpfundinum í Kjósarhreppi af fullum krafti um leið að staðfest hefur verið að kúpan sé af manni. Réttarlæknir giskar á að kúpan sé af ungri konu sem hafi látist fyrir 10 til 30 árum.