Fara í efni

Reiðkennsla í Dallandi - laugardag 27.apríl nk

Deila frétt:

 Hestamannafélagið Adam hefur í samstarfi við Halldór Guðjónsson, reiðkennara, ákveðið að standa fyrir reiðkennslu fyrir félagsmenn og aðra velunnara hestamannafélagsins þann 27. apríl næstkomandi.  

 

Þátttakendum stendur til boða  að koma með sitt uppáhalds hross í einkatíma hjá Halldóri.

 

Reiðkennslan fer fram í reiðhöllinni að Hestamiðstöðinni Dal, Dallandi í Mosfellsbæ.  

 

Fyrirhugað er að reiðkennslan standi frá kl. 9:30 til kl. 16:30 með skyndibita- og kaffihléum.  

 

Þátttökugjald er kr. 10.000,- fyrir kennslu í hálftíma fyrir hádegi og hálftíma eftir hádegi í glæsilegri aðstöðu.  

Greiðsla fer fram á staðnum.  Þátttakendur taki með sér skyndibita og drykki á námskeiðið.


Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir miðnætti þriðjudagsins 23. apríl næstkomandi

í netföngin flekkudalur@gmail.com og/eða middalur@emax.is