Fara í efni

Reiðnámskeið - fyrir börn, unglinga og fullorðna

Deila frétt:

Reiðnámskeið - fyrir börn, unglinga og fullorðna

Hestamannafélagið Adam í Kjós hefur ákveðið að bjóða uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga 13. – 18. júni næstkomandi  verði  nægileg þátttaka.  Einnig verður boðið  uppá reiðnámskeið fyrir fullorðna. Súsanna Sand Ólafsdóttir, reiðkennari, mun sjá um kennslu á námskeiðinu.   Farið var af stað  með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á síðasta ári og var almenn ánægja með námskeiðið.

Reiðnámskeiðið verður haldið í Miðdal í Kjós.   Gjald fyrir reiðnámskeið er kr. 25.000 fyrir börn og unglinga, sem greiðist fyrirfram en tilkynning verður send með greiðsluupplýsingum ef nægileg þáttaka verður.  Ef áhugi verður sýndur fyrir fullorðinsnámskeiði mun það skipulagt á sama tíma, seinni hluta dags. 

Í lok námskeiðs fyrir börn og unglinga verður grillað og foreldrum boðið í heimsókn. 

Þátttakendur verða að koma með eigin hjálma, en reiðtygi og hestar verða til staðar á námskeiðinu.  Á reiðnámskeiði fyrir fullorðna mæta þeir sem vanir eru með eigin hesta ef mögulegt er.

Foreldrar og/eða aðrir umráðamenn barna og unglinga eru hvattir til sækja um fyrir börn sín á námskeiðið með tilkynningu í tölvupóstföng, middalur@emax.is og/eða gudnyi@simnet.is.   Þeir sem áhuga hafa á fullorðingsnámskeiði láti vita með tölvupósti í sömu netföng.  Mikilvægt er að í umsókn komi fram hversu vön börnin eða unglingarnir eru samskiptum við íslenska hestinn og nauðsynlegt er að fá upplýsingar um aldur.