Reiðtúr Hmf. Adams nk. föstudagskvöld.
30.06.2015
Deila frétt:
Jæja þá er komið að næsta félagsteiðtúr hmf. Adams. föstudaginn 3.júl. 2015
Við ætlum að hittast í Kjósarétt, leggja af stað þaðan kl. 19:00 og ríða í gegnum Vindáshlíð upp að Sandfelli. Áð við Sandfell og síðan riðið yfir Reynivallaháls sem leið liggur að Míganda og áð þar.
Riðið til baka línuveginn í norðanverðum Reynivallahálsi að Sandfelli og áð þar. Síðan riðið heim Brekkur að Klörustöðum og etið.
Þátttökugjald: hver kemur með eitthvað bakkelsi á borðið, flatkökur, harðfisk eða annað góðmeti og hver sér um sína drykki.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma: 899-5282 eða í tölvupóst: 8995282@gmail.com
Kveðja
Ferðanefnd Adams