Fara í efni

Reiðtúr með hestamönnum frá Sörla á sumardaginn fyrsta

Deila frétt:

 

Hestamenn úr Hestamannafélaginu Sörla í Hafnarfirði ætla að koma í Kjósina á sumardaginn fyrsta (fimmtudaginn 23. apríl nk)  og skella sér á bak með félögum í Hestamannafélaginu Adam og öðrum Kjósverjum. 

 Fyrirhugað er að ríða einhesta í um tvo tíma þar sem lagt verður upp frá Hjalla. upp úr kl. 13.  

Riðið verður að Klörustöðum með viðkomu á Hrosshóli.   Léttar veitingar í boði Hestamannafélagsins Adams verða á Hrosshóli og á Klörustöðum.  

 

Adamsfélagar og aðrir Kjósverjar eru boðnir velkomir til þess að taka þátt í þessum sumardagsreiðtúr með Sörlafélögum.  

Þeir sem vilja taka þátt eru vinsamlega beðnir um að senda tilkynningu þar um á tölvupóstfangið:  bjossi@icelandic-horses.is

 

Stjórn Hestamannafélagsins Adams