Fara í efni

Reiðveginum frá Eyri að Laxá lokið.

Deila frétt:

Félagar í hestamannafélaginu Adam hafa unnið að reiðvegagerð síðustu daga. Lagður var vegur meðfram Hvalfjarðarvegi frá Eyri að Felli. Að venju lögðu félagarnir fram flutningstæki og vinnu sína til verksins, sem gekk  greiðlega. Systkinin, Hjartarbörn á Eyri lögðu til efnið endurgjaldlaust.  Segja má að ungmannafélagsandinn hafi drifið reiðvegagerð félagsins áfram síðustu ár , þar sem allir hafa lagst á eitt og unnið að brýnum framfaramálum, sem nýtast til framtíðar.

 Bjarni á Litlu- Þúfu tók meðfylgjandi myndir en hann lagði sitt til verksins, sem oftar, enda andinn í blóð borinn, dóttursonur Bjarna Bjarnasonar, sem lengi var formaður Átthagafélags Kjósarhrepps.  Á myndinni eru taldir frá vinstri: Pétur Gíslason formaður Adams, Hermann  á Hjalla, Þórarinn á Hálsi, Jón gröfumaður og Sigurbjörn á Kiðafelli. Jón á Hálsi gaf sér ekki tíma til myndatöku og stjórnarmennirnir,  Björn á Þúfu og Haukur í Athvarfinu lentu fyrir utan rammann.