Reiðvegur lagður frá Felli á Skorá
Félagar í hestamannafélaginu Adam í Kjós unnu við gerð reiðvegar á Skírdag og Föstudaginn langa. Á sl. ári náðu þeir að leggja reiðveg frá Laxá í Kjós að Meðalfellsvegi. Nú var lagður vegur frá Felli að Skorá, um einn km. langur kafli. Þá er hafin vinna við kaflann á frá Eyri að hinu nýja vegi og er hugur í mönnum að ljúka honum með
vorinu. Eigendur Eyrar hafa af rausnarskap lagt til efni í veginn.
Ókokið er stuttum kafla í Miðdal sem stefnt er að ljúka sem allra fyrst.
Mikill hugur er í hestamönnum í Kjós eftir að hestamannafélagið fékk fullgildingu innan Landsambands hestamanna. Kjósarhreppur leggur árlega til fé til reiðvega og mótframlag kemur frá reiðveganefnd LH. Þar sem heimamenn leggja til vinnu sína og tæki gegn að greiddur er útlagður kostnaður, þá verður áfram hægt að ná góðum áföngum í reiðvegagerð í Kjósarhreppi.