Rekstrarstjóri með réttindi óskast til hitaveitunnar

Kjósarveitur ehf óska eftir að ráða rekstrarstjóra til starfa í nýrri hitaveitu í Kjósarhreppi.
Í byrjun, meðan á lagningu hitaveitunnar stendur, felst starfið í samskiptum við verktaka, birgðaumsjón, þrýstiprófanir o.s.frv. Þegar lagningu hitaveitunnar lýkur tekur við daglegur rekstur, eftirlit og áframhaldandi uppbygging hennar.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Birgðaumsjón
• Samskipti við verktaka og birgja
• Þrýstiprófanir og eftirlit með lagnavinnu
• Daglegur rekstur og eftirlit
• Samskipti og ráðgjöf til nýrra notenda
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfnikröfur
• Réttindi sem vélvirki, pípari, vélstjóri eða sambærilegt
• Reynsla af vinnu við viðhald véla og vélsmíði æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta
• Metnaður, áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Jákvæðni og mjög góð samskiptafærni
Starfsmaðurinn þarf að búa í innan við 45 mín. keyrslufjarlægð frá veitustöð.
Upplýsingar um starfið veita:
Sigríður Klara Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kjósarveitna, netfang: sigridur@kjos.is og
Pétur Guðjónsson, stjórnarformaður Kjósarveitna, netfang: petur.gudjonsson@marel.is
Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar nk.
Umsóknir skal senda á netfangið: kjosarveitur@kjos.is eða á skrifstofu: Kjósarveitur ehf. Ásgarði í Kjós. 276 Mosfellsbæ.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá, afrit af prófskírteinum og önnur þau gögn sem umsækjandi metur nauðsynleg.
Prentvæna útgáfu af auglýsingunni má nálgast HÉR