Rekstur Kjósarhrepps gengur vel
Ársreikningur Kjósarhrepps fyrir árið 2024 var tekin til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 7. maí sl.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A og B hluta var jákvæð um 103.897 m.kr. Í A hluta var niðurstaðan jákvæð um 101.834 m.kr. Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 105.270 m.kr. en í A hluta um 73.871 m.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,9 í árslok.
Eigið fé A og B hluta í árslok nam 463.423 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 593.672 millj.kr.
Rekstur sveitarsjóðs stendur traustur, þrátt fyrir að ekki sé verið að fullnýta heimildir til álagninu útsvars og fasteignaskatta. Stefnt er að áframhaldandi aðhaldi í rekstri. Það er mikilvægt að sveitarstarsjóður og skili afgangi til að geta brugðist við óvæntum áföllum þegar þau koma upp. Hér má nálgast ársreikninginn
Með sumarkveðju, sveitarstjóri