Reynivallakirkja hundrað og fimmtíu ára
Sunnudaginn 30. ágúst verður þess minnst að hundrað og fimmtíu ár eru liðin frá byggingu Reynivallakirkju í Kjós. Séra Gísli Jóhannesson lét reisa kirkjuna en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Fyrr á öldum voru Reynivellir kirkjustaður í þjóðbraut þegar helsta hafskipahöfn landsins var Maríuhöfn í Hvalfirði og um hlaðið lá leiðin til Þingvalla og Skálholts.
Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14 og síðan verður dagskrá í Félagsgarði. Sóknarpresturinn, séra Gunnar Kristjánsson prédikar. Karl Magnús Kristjánsson, séra
Í Félagsgarði segir séra Brynjólfur Gíslason frá langafa sínum séra Gísla Jóhannessyni. Sögusýning um kirkjuna verður í umsjón Ólafs J. Engilbertssonar sagnfræðings, um tónlistarflutning sjá Matti Kallio og Wilma Young, loks verður gestum gefinn kostur á að ávarpa samkomuna. Veitingar verða í boði Kvenfélags Kjósarhrepps.
Prestar sem þjónað hafa Reynivallakirkju frá 1859 eru: séra Gísli Jóhannesson (1852-1866), séra Björn Jónsson (1866-1867), séra Þorvaldur Bjarnarson (1867-1877), séra Þorkell Bjarnason (1877-1900), séra Halldór Jónsson. (1900-1950), séra Kristján Bjarnason (1950-1975 ), séra Einar Sigurbjörnsson dr. theol. (1975-1978) og séra Gunnar Kristjánsson dr. theol. (frá 1978).