Fara í efni

Reynivallakirkjugarður

Deila frétt:

Nú höfum við að mestu lokið við vinnuna við kirkjugarðinn í sumar.

Við jöfnuðum legstæði og þökulögðum um 300 fm, reistum við legsteina, léttum á trjám til að hleypa inn birtu, réðumst á kerfilinn vestan garðsins með því að slá hann og ausa yfir hann salti einnig fjarlægðum við rótarhnýði og sáðum í sárin. Reistum við girðinguna og máluðum gráa. Þá var garðurinn sleginn 4 sinnum í sumar.

Ég vil þakka sveitarstjórn fyrir að leggja okkur til vinnukraft en unglingarnir og vinnuskólinn komu heilmikið að þessu og þakka ég þeim gott samstarf.

Sérstaklega þakka ég Páli í Eyjum fyrir að gefa kost á sér við þessa vinnu án hans hefði verkið gengið hægt.

Þetta er búin að vera mikil vinna sem hvergi nærri er lokið en þakklátust er ég hversu mikinn skilning við höfum fengið vegna þessarar framkvæmdar og eru t.d. nánast öll blóm komin í ker sem við færum til meðan er slegið. Það var ótrúlega fljótlegt og virkilega gaman að slá nýju þökurnar og líta yfir garðinn að því loknu.

Von mín er sú að þetta verði til að opna augu okkar fyrir að hlúa vel að kirkjugarðinum og að við lítum á hann sem stolt sveitarinnar sem varðveitir minningar fyrrum sveitunga okkar og ástvina.

Kærleikskveðja
Hulda Þorsteinsdóttir formaður sóknarnefndar