Fara í efni

Ríkið fellur frá kröfum í Esjuna

Deila frétt:

Í máli fjármálaráðherra á aðalfundi Landsamtaka landeigenda sem haldinn var 14. febrúar kom fram að hann hefði falið lögmanni ríkisins að falla frá málarekstri fyrir dómstólum vegna þjóðlendukrafna ríkisins í Esjunni. Ríkið myndi með öðrum orðum sætta sig við þá niðurstöðu svokallaðrar óbyggðanefndar að „jarðir sem liggja hvorum megin að Esjufjöllum teljist ná saman í miðfjalli“.