Ritgerð um rannsóknir á Búðasandi
Komin er hér á vefinn undir “Fróðleikur úr Kjós” meistaraprófsritgerð Magnúsar Þorkelssonar í sagnfræði frá árinu 2004. Heiti ritgerðarinnar er: Í Hvalfirði, miðaldahöfn og hlutverk hennar.
Í ritgerðinni er fjallað um fornleifarannsóknir í Hvalfirði og rannsókn ritheimilda er snerta staðinn. Gefin er skýrsla um rannsóknir á miðaldaminjum á Búðasandi í Kjós, en þar fundust á áttunda áratug 20. aldar miklar rústir sem virtust geta tengst heimildum um höfn í Hvalfirði. Rannsóknin stóð árin 1982-5 og að auki var aflað heimilda hér á landi og í Kaupmannahöfn. Ritgerðin lýsir fornleifarannsóknunum og heimildarannsókn er snerti höfnina. Fjallað er um minjarnar, þeim lýst í myndum og máli, sem og rannsókninni á vettvangi. Þá er sagt frá því hvenær höfnin kom til – að svo miklu leyti sem það er hægt, greint frá því hvaða hlutverki hún gegndi, hver tengsl hennar við valdamiðstöðvar landsins voru, sem og leitað orsaka þess að hún lagðist af.
Skoða HÉR