Ritun byggðasögu Kjósarhrepps
16.02.2011
Deila frétt:
Gengið hefur verið frá samningi við Gunnar S Óskarsson um ritun byggðasögu Kjósarhrepps. Gunnar hefur góð tengsl við Kjósina en hann er giftur systur Mörtu í Káranesi og Kristjáns á Grjóteyri. Hann er nú á lokaskrefunum í námi sínu í sagnfræði við HÍ og mun hann fara af stað við heimildaöflun og skráningu gagna nú þegar.
Í verkinu verða nafnaskrá, atriðisorðaskrá, jarðaskrá og ábúendatal og tekin verða viðtöl við sögufróða Kjósverja. Miðað er við 300 blaðsíðna handrit. Áætluð verklok eru í september 2012.