Fara í efni

Röskun á skólastarfi 10. desember – Óveður og Vegalokanir

Deila frétt:
Kjósarhreppur
Kjósarhreppur

Röskun á skólastarfi 10. desember – Óveður og Vegalokanir

Foreldrar sæki börn í skólann (Klébergsskóla) fyrir klukkan 12:00 þriðjudaginn 10. desember.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun frá kl.15:00 þriðjudaginn 10.desember fyrir höfuðborgarsvæðið og nágreni vegna óveðurs. Appelsínugul viðvörun þýðir að miðlungs eða miklar líkur eru á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum. Veðrið getur valdið tjóni og/eða slysum og ógnar mögulega lífi og limum ef aðgát er ekki höfð.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum á heimsíðum skólanna vegna þessa. Kennsla er áætluð til kl. 12 í Klébergsskóla, en þá biðjum við foreldra að sækja börnin. Þetta á við um allt skólahald á Klébergi, leikskólann, grunnskólann og frístundaheimilið.  Enginn skólaakstur verður í Kjós og þurfa foreldra að gera ráðstafnir eftir því sem við á. 

* Allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf, starf Tónlistarskóla og skólahljómsveitar fellur niður. 

Tilkynning frá Klébergsskóla: Veðurútlitið á miðvikudaginn 11. des er ekki gott, því eru foreldrar beðnir að fylgjast vel með veðrinu og tilkynningum frá skólanum.

Íbúar og verktakar eru beðnir um að huga að lausum munum til að koma í veg fyrir tjón.

Þegar veðurspá hefur skýrst betur að morgni þriðjudagsins 10.desember verða upplýsingar uppfærðar ef þörf er á.

Lokanir eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana þar sem enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og því sem spáð er. Íbúar eru beðnir um að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum og hlýða fyrirmælum og tilmælum Veðurstofu, lögreglu og almannavarna.

Skrifstofa Kjósarhrepps lokar kl. 12:00 þriðjudaginn 10. des.