Fara í efni

Rotþróarahreinsun 2024

Deila frétt:

Rotþróarhreinsun hófst á svæði 2 í byrjun janúar. Hlé var gert á framkvæmdinni undanfarnar vikur á meðan gengið var frá samningum um móttöku seyrunnar.  Nú er Hreinsitækni komin á fulla ferð í Kjósinni og stefnt er að því að klára hreinsun á svæði tvö fyrir sumarið.

Mjög mikilvægt að trjágróður hefti ekki för þessara stóru bíla eins ef  hlið eru læst eða rotþróin óaðgengileg geta eigendur átt von að að þurfa greiða fyrir aukaferð. 

  • Hreinsun rotþróa fer fram á þriggja ára fresti og rukkast árlega með fasteignagjöldum.
  • Sveitarfélaginu er skipt upp í þrjú svæði og er auglýst hvaða svæði eru tekin fyrir hverju sinni inná heimasíðu sveitarfélagsins. Árið 2024 verður svæði nr. 2 hreinsað. Sjá "Svæðaskipting hreinsunarsvæða".
  • Beiðni um aukalosanir skulu berast til Hreinsitækni með tölvupósti postur@hreinsitaekni.is
  • Þjónustuaðili tæmingar - Hreinsitækni
  • Við bendu fasteignaeigendum á að fara inná Kortasjá á kjos.is og velja þar heimilisfang og haka við veitur til að sjá sögu hreinsunar á þeirra rotþró.
  • Nánar má lesa um þjónustu við rotþrær undir Þjónusta-umhverfismál- Fráveita/rotþró